gthm

#13 | Magnús

6/6/2024

Fullorðið fólk dreymir ekki.

#12 | Red Rising

2/6/2024

Vinur minn mælti eindregið með þessum þríleik. Ég las fyrstu bókina í vikunni og veit ekki af hverju.

Sagan er sambland af Hunger Games og Ender’s Game. Krakkar myrða hvort annan á afmörkuðu svæði en einn þeirra er sérstakur. Þjóðfélagið í kring er litakóðað og dystópískt.

Þó að söguþráðurinn hafi verið fyrirsjáanlegur leiddist mér tungumálið meira. Að lesa þessa bók er að láta berja sig í hausinn með einföldum prósa. Líf mitt fyrir óvænta myndlíkingu eða ljóðræna setningu.

#11 | 6:02

31/5/2024

Katla, fjögurra ára: „Hvað eru fimm plús tveir?“

#10 | Kókaín í morgunsárið

27/5/2024

Mér finnst gott að fá mér smá kaffi á morgnana. Miðað við umferðina til Reykjavíkur úr höfuðborginni Hafnarfirði klukkan 7:30 byrjar talsverður fjöldi Land Cruiser eiganda hins vegar daginn á sterkari efnum.

#9 | Afmæli

24/5/2024

Ég er 97.5% fertugur í dag.

Ekki að ég fylgist með því eða neitt.

#8 | Facebook

16/5/2024

Ég held ég hafi búið til reikning hjá Facebook árið 2007 eða 2008, eftir að ég flutti til Frakklands.

Í dag eyddi ég loksins þessum reikning. Bæði eru samfélagsmiðlar ekki góðir fyrir geðheilsu okkar, sér í lagi Facebook, og Facebook sjálft er illt fyrirtæki sem ber meðal annars ábyrgð á að liðka fyrir þjóðarmorði í Myanmar.

Ég mun ekki sakna þess.

#7 | Einfaldlega

15/5/2024

Ég myndi einfaldlega vera fullkomlega vanhæfur í starfi.

#6 | Einfaldlega

10/5/2024

Ég myndi einfaldlega horfa á konuna mína negla Chandelier eftir Siu í karaoke.

#5 | Einfaldlega

8/5/2024

Ég myndi einfaldlega lækka stýrivexti.

#4 | Klukkan fimm

8/5/2024

Vekjaraklukkan hjá konunni minni hringdi klukkan fimm áðan svo hún gæti haldið áfram að sofa.

Ég vaknaði hins vegar og er að baka baguette til að borða með rillettes-unum sem ég gerði í gærkvöldi.

#3 | Inception

7/5/2024

Dream work makes the team work.

#2 | Úlfatími

6/5/2024

Krakkarnir eru komnir heim úr skólanum en maturinn er ekki tilbúinn.

Biðjið fyrir mér.

#1 | Einfaldlega

6/5/2024

Ég myndi einfaldlega skrifa og hýsa minn eiginn blogg hugbúnað.